Þakklætisblóm og hugleiðsla

FRÍTT stutt netnámskeið fyrir þig!

Upplifðu sálarlistina með mér í þægindunum heima hjá þér

-KRISTÍN BERTA GUÐNADÓTTIR-

Málaðu fyrir sálina

Mig langar að kynna þig fyrir því sem ég kalla sálarlist. Listinni sem þú skapar fyrir þig til að njóta. Listinni þar sem þú leyfir þér að dútla og leika þér án þess að hugsa um að framleiða vöru, nytjahlut eða list til að hengja upp á vegg. Listinni sem þú skapar fyrir ferlið að skapa óháð útkomunni. Listinni sem þú notar sem skapandi sjálfsrækt, eflir meðvitund þína og viðheldur sköpunarkraftinum.

Þakklætisblóm vermir hjartað

Mig langar að leyfa þér að upplifa:

  • Sköpun með hugleiðslu
  • Að skapa með ásetningi
  • Nærandi sköpun fyrir sálina
  • SköpunarGLEÐI

Fáðu innblástur í gegnum sálarlistina

Manstu hvernig það var að skapa sem krakki bara til að leika sér og njóta?

Þegar þú skapar sálarlist kviknar á sköpunarkraftinum sem smitast yfir á aðra þætti lífsins. Þú verður meira skapandi alls staðar!

Hugleiðslur sem innihalda svokallaða "sjónsköpun" eða "visualization" eru dásamlegar til að örva ímyndunaraflið og tengjast þannig sköpunarkraftinum.

Sjáðu í smáatriðum hvernig ég vatnslita þakklætisblóm og skapaðu þitt blóm eftir yndislega hugleiðslu þar sem þú tekur á móti þakklæti. Prófaðu líka dásamlega leidda hugleiðslu og skapaðu í kjölfarið þitt eigið lótusblóm fyrir sálina.

Þú færð einnig aðgang að eldra gefins efni á vefsvæðinu mínu.

Sjáðu hvað aðrir hafa að segja sem hafa tekið ýmis netnámskeið hjá Sálarlist

  • "Þú opnaðir fyrir mér að mestu skiptir að hafa gaman að þessu með því að teikna og mála í leik"

  • "Kristín Berta er yndisleg manneskja sem á auðvelt að miðla til fólks og er einlæg og gefandi um reynslu sína og sköpun. Ég hef lært að trúa á sjálfa mig og mína sköpun"

  • "Hugleiðslurnar þínar eru alveg dásamlegar og svo gaman að fylgja þeim og upplifa allt sem kemur í gegnum þær"