Viltu prófa sálarlist?

  • Viltu teikna og mála fyrir sálina?
  • Viltu læra að skapa fyrir ferlið?
  • Að skapa með hugleiðslum?
  • Að skapa fyrir þig og þína vellíðan?

Mig langar að kynna þig fyrir sálarlistinni og bjóða þér á ókeypis frítt netnámskeið. Ég vona að það auðgi líf þitt að skapa á þennan hátt eins og það hefur gert fyrir mig. Þú þarft enga reynslu aðeins sköpunarþörf og sköpunarGLEÐI.

Kveðja

Kristín Berta Guðna

Sjá nánar

Sköpun

Að skapa er frábær leið til að kyrra hugann. Til þess að skapa í kyrrð þurfum við mörg hver að læra að semja frið við innri gagnrýnandann og vinna með hugarfar gagnvart eigin sköpun. Á námskeiðum hjá Sálarlist er lögð áhersla á að fólk læri að viðhalda tengingu við sköpunarkraftinn með iðkun á einföldum skapandi æfingum og "dútli". Markmiðið með sálarlistinni er ekki að uppfylla fegurðarstaðla heldur halda sköpunarkraftinum lifandi og komast nær þeim nærandi og jákvæðu áhrifum sem sköpun getur haft. Lagt er upp með að fólk læri að blíðka innri gagnrýnandann svo hægt sé að skapa fyrir sálarheill og andlegt heilbrigði.

Málaðu fyrir ferlið

Að mála ferlið sjálft en ekki útkomuna gefur þér tækifæri til að njóta. Þú sleppir öllum kröfum um að búa til nytjahlut, málverk eða vöru. Tilgangurinn er eingöngu til að sitja í kyrrð með liti. Það þýðir að það er engin krafa um að eitthvað stórkostlegt komi út úr því sem að þú skapar. En hvað er stórkostlegra en að skapa ró, kyrrð, frið og gleði með sjálfum sér? 

  • Fyrirlestrar

    Kristín Berta stofnaði Sálarlist árið 2020. Þar tvinnar hún saman menntun sína á ólíkum sviðum og ástríðu fyrir sköpun. Hjá sálarlist er lögð áhersla á listsköpun, hugleiðslu og náttúrutengingu en einnig listina að lifa og vera skapari í eigin lífi. Kristín Berta hefur komið í fyrirtæki og á viðburði og haldið fyrirlestra um allt sem tengist hennar sérþekkingu og persónulega reynslu varðandi sorg og sorgarúrvinnslu.

    Hafa samband 
  • Námskeið

    Kristín Berta býr til skapandi netnámskeið þar sem skapað er til að næra sálina. Með skapandi sjálfsrækt tvinnar Kristín Berta saman fræðslu, hugleiðslu, núvitund, djúpslökun og sköpun. Skapandi sjálfrækt er í hnotskurn leið til að nota sköpun til að kynnast sér á dýpri hátt, læra að þekkja tilfinningar sínar og finna þeim farveg í gegnum sköpun, efla innsæi, iðka núvitund í gegnum sköpun og kveikja á sköpunarGLEÐINNI.

    Hafa samband 
  • Bla

    bla bla mun þetta þá ekki þýðast...