Skilmálar þjónustu
Persónuverndar stefna
Þess persónuverndar stefna upplýsir þig um það hvernig við meðhöndlum persónurekjanleg gögn sem þú lætur okkur í té í gegnum notkun þína á síðunni https://salarlist.is og í tengslum við vefverslun hjá Sálarlist (“Sálarlist”, “við”, “okkur”, “okkar”) Sálarlist er í eigu Kristínar Bertu Guðnadóttur, Hlíðarás 17, 221 Hafnarfjörður.
Netfang: salarlist@salarlist.is
Vinsamlegast lestu persónuverndarstefnu okkar vandlega og ef þú hefur einhverjar áhyggjur af persónuverndarstöðlum okkar vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti á salarlist@salarlist.is
Persónuupplýsingar (e. Privacy):
Tilgangur þess að safna ópersónulegum og persónulegum upplýsingum: Persónuupplýsingar sem þessi vefsíða geymir eru ætlaðar til að bæta upplifun notenda síðunnar og einfalda kaup í gegnum síðuna og til að fara eftir gildandi lögum og reglum. Til þess að halda utan um skráningu á námskeið, kaup á vörum og geta komið upplýsingum greiðlega til notenda síðunnar um breytingar eða ný námskeið sem standa til boða. Það gerir okkur kleift að þjónusta þig sem best og fylgja því eftir ef þú hefur haft samband við okkur. Einnig sendumm við reglulega út tölvupóst varðandi pöntun þína eða aðra þjónustu. Þá söfnum við saman tölfræðilgum gögnum sem við gætum notað til að bæta þjónustu okkar.
Upplýsingar sem aflað er:
Við tökum á móti, söfnum og geymum allar persónuupplýsingar sem þú slærð inn á vefsíðu okkar eða veitir okkur á annan hátt. þar á meðal en takmarkast ekki við:
- Fullt nafn (nafn og eftirnafn), heimilisfang, símanúmer og netfang: Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að að eiga í samskiptum um kaupin. Einnig til að tryggja að réttur aðili sé skráður sem kaupandi ef kemur til endurgreiðslu eða vegna reikningsgerðar. svo sem vegna reikningagerðar og ef kemur til vöruskila.
- Greiðsluupplýsingar: Við vistum aldrei greiðslukortanúmer þitt. Þegar kemur að því að greiða fyrir vörur færðu samband við greiðslusíðu færsluhirðis þar sem þú slærð sjálf/ur inn greiðslukortanúmer þitt.Við fáum síðan staðfestingu frá færsluhirðinum á að skuldfærsla á greiðslukortið hafi tekist. Þær upplýsingar notum við fyrir okkar bókhald samkvæmt lögum um bókhald.
- Upplýsingar um vörukaup þín hjá okkur: Við vinnum með upplýsingar um hvaða vöru þú keyptir, hvenær og fyrir hvaða upphæð. Þetta er gert í þeim tilgangi að geta afhent og endurgreitt vörur. Okkur er því nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar annars vegar vegna samnings þíns og okkar og hins vegar vegna lagaskyldu sem hvílir á okkur.
Möguleg samskipti við gesti síðunnar
Við gætum haft samband við þig varðandi kaup þín, til að leysa ágreining, til að innheimta greiðslu fyrir vöru sem þú hefur keypt, til að afla athugasemda um vörur okkar og þjónustu, til að senda uppfærslur um vörur okkar, eða eins og annað nauðsynlegt er til að framfylgja gildandi landslögum og hvers kyns samningum sem við höfum.
Í þessum tilgangi gætum við haft samband við þig með tölvupósti, síma, textaskilaboðum og pósti, allt eftir því hvaða tengiliðaupplýsingar þú hefur gefið okkur.
Miðlun persónuupplýsinga:
Við seljumm ekki eða skiptumst á persónuupplýsingum þínum. Við deilumm upplýsingum aðeins í þeim tilgangi sem nauðsynlegt er til að reka síðuna og fyrirtæki okkar í gegnum forrit annarra þjónustuaðila sem eru okkur nauðsynlegir til að geta haldið úti okkar þjónustu. Sálarlist notast við tölvuoóstforrit hjá Mailchimp https://mailchimp.com/ en einnig áskriftarsíðuna Repeat https://repeat.is/ fyrir þá viðskiptavini sem greiða fyrir áskrift í gegnum salarlist.is. Bókhaldsgögn samkvæmt fyrrgreindum liðum eru afhent til bókhaldsþjónstuaðila okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir lögum samkvæmt. Við áskiljum okkur rétt til að hlíta fyrirmælum þar til bærra íslenskra dómstóla og eftirlitsstofnana um afhendingu gagna, þar á meðal þeirra sem kunna að innihalda persónuupplýsingar.
Vafrakökur (e. Cookies):
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem bestu notendaupplifun af síðunni. Vafrakökur eru litlar skrár sem að beiðni vefþjóna hlaðast inn á vafrann þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Þær gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda og geta þannig notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Hægt er að vinna frekari upplýsingar um vafrakökur á www.allaboutcookies.org. Sálarlist notar vefkökur meðal annars til að greina vefumferð, hámarka góða upplifun gesta af síðunni og greina notendahneigðir.
Hvenær sem er getur þú hætt notkun vefkaka og aftengt notkun þeirra í vafranam þínum. Það sem þú þarft þó er að þá er ekki hægt að tryggja að vefsíðan virki sem best og þú fáir bestu upplifunina af notkun síðunnar.
Við notum einnig Google Analytics til að mæla og safna lotuupplýsingum, þar með talið viðbragðstíma síðu, lengd heimsókna á tilteknar síður.
Tenglar þriðju aðila
Stundum gætum við tengt við eða vísað í vefsíður, vörur eða þjónustu þriðja aðila á vefsíðu okkar þér til upplýsinga. Þessar síður þriðju aðila hafa aðskildar og sjálfstæðar persónuverndartilkynningar. Við berum ekki ábyrgð eða ábyrgð á innihaldi og starfsemi þessara aðila. Engu að síður leitumst við að því að vernda traust á okkar síðu og fögnum öllum athugasemdum sem þú kannt að hafa um þessa aðila sem við vísum á.
Með því að nota vefsíðuna, samþykkir þú að leyfa þriðja aðila (Best currency converter) að nota IP staðsetninguna þína varðandi gjaldmiðil þann sem þú notar í því skyni að þú getir notað gjaldmiðlabreyti á síðunni. Þú samþykkir einnig að hafa þann gjaldmiðil geymdan í vavraköku í vafranum þínum. (Tímabundinni köku sem er fjarlægð þegar þú lokar vafranum þínum). Þetta er gert til að sá gjaldmiðill sem þú velur sé stöðugur þegar þú ert að vafra um síðuna svo þú getir séð gjaldmiðla þá sem þú notar.
Geymslutími gagna
Það hversu lengi við geymum persónuupplýsingar sem við vinnumm með fer eftir í hvaða tilgangi þeirra er aflað. Við geymum tengiliðiaupplýsingar þínar ásamt upplýsingum umm skráningu á póstlista svo lengi sem þú ert skráð/ur notandi hjá okkar vefverslun. Sem fyrr segir getur þú afskráð þig hvenær sem er og lokað aðgangi þínum. Upplýsingar um vörukaup þín ásamt greiðsluupplýsingum eru geymdar þann tíma sem okkur er skylt samkvæmt bókhaldslögum. Ekki lengur en 10 ár og ekki minna en 7 ár.
Réttindi þín
Til upplýsingar um réttindi þín að þá átt þú rétt á að óska eftir afriti af persónuupplýsingumm þínum hjá okkur og rétt á að óska eftir leiðréttingu ef þær eru rangar Einnig að láta okkur eyða þeim ef lagalegur tímarammi sem kveður á um geymslu vegna bókhaldslaga er útrunninn. Nánar í lögum um persónuvernd, sbr. 17 og 20 gr laga nr. 90/2018. Allar kvartanir vegna vinnslu persónuupplýsinga hjá Sálarlist skulu berast Persónuvernd skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og netfang hennar er postur@personuvernd.is. Komi til réttarágreinings í tengslum við meðferð persónuupplýsinga vegna vefverslunnar Sálarlistar skal bera hann undir héraðsdóm Reykjaness.
Þessi útgáfa persónuverndarstefnunnar er í gildi frá 01.02. .2020 og uppfærð þann 09.05.24. Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari stefnu hvenær sem er og þú ættir að skoða þessa síðu reglulega. Verði gerðar stórtækar breytingar á stefnu þessari verður þú látin/n vita með tölvupósti í gegnum fréttabréf ef þú ert á póstlista okkar eða með tilfynningu á síðunni.